top of page
Couple's Portrait

Heildræn nálgun fyrir pör og einstaklinga 

Kynlífsráðgjöf, samtalsmeðferð og fræðsla

Contact

Kynlífsráðgjöf felst í því að vinna með

Kynlöngun

Fullnægingarvanda

Örvunarvanda

Sársaukaraskanir

Sjálfsmynd

Áföll tengd kynlífi

Anchor 1
9903001583.jpg_exif1 (4).jpg

Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi sinnir para- og kynlífsráðgjöf. 

Pararáðgjöf er ætluð pörum til að leysa úr ágreiningi, byggja upp traust og nánd. Kynlífsráðgjöf er ætluð bæði pörum og einstaklingum sem eru að takast á við vanda sem tengist kynlífi eða nánd.

 

Ýmislegt getur leitt pör eða einstakling í kynlífsráðgjöf. Til að mynda ólík löngun í kynlíf, sársauki við kynlíf, fullnægingarvandi, seinkað sáðlát og risvandi. En einnig getur kynlífsvandi verið tilkominn vegna álags eða áfalla.

 

Aldís veitir áfallameðferð samhliða kynlífsráðgjöf þegar við á.

Hver er ég?

Þjónusta í boði

Einstaklings- og paraviðtöl
 

Aldís býður upp á einstaklingsviðtöl og  pararáðgjöf þar sem unnið er með vanda sem snýr að sjálfmynd, líðan, kynlífi eða parasambandi. Aldís hefur reynslu af því að vinna með hinsegin & skynsegin fólki.

Fyrirlestrar
 

Aldís býður upp á fyrirlestra fyrir hópa og fyrirtæki. Aldís hefur fjallað um hinseginleikann, kynlífsvanda, skörun milli þess að vera hinsegin og skynsegin.

Námskeið
 

Aldís stefnir á námskeið fyrir hópa sem sækja gjarnan í samtalsmeðferð. Á árinu verða þróuð námskeið fyrir fólk með ýmsan kynlífsvanda. Væntanlegt haustið 2026.

Algengar spurningar

Hvernig er aðgengi að húsinu?

Stofan er á annari hæð í húsnæði með lyftu og góðu aðgengi, á Lækjartorgi 5. 

Hvar finn ég bílastæði?

Nokkur bílastæðahús eru í göngufæri frá stofunni: Hafnartorg, Traðarkot og Kolaport.

Hvernig bóka ég tíma?

Sendu póst á aldis@kynheilsa.is til að kanna með tíma. Stundum myndast biðlisti en reynt er að forgangsraða málum

Hafa samband

9903001590.jpg_exif1 (1).jpg
bottom of page